Tryggjum öryggi barna í umferðinni

skrifað 21. ágú 2014
byrjar 22. ágú 2014
 
Öryggi barna í umferðinniÖryggi barna í umferðinni

Ef börnin ganga í skólann er mikilvægt að velja öruggustu leiðina þangað. Hún er ekki endilega sú stysta heldur skal taka mið af umferðarþunga og hraða og ganga eftir gangstígum og brautum eftir því sem við er komið.

Á hjólum og vespum á líka að velja öruggustu leiðina. Nota alltaf hjálm og tryggja sýnileika sinn.

Í ár hafa fleiri slys verið tilkynnt til VÍS vegna notkunar vespa en áður. Mikið er um að börn séu að reiða og taka innsigli af rafmagnsvespum sem er hvortveggja bannað og eykur líkur á slysum til muna.

Gott er að rifja upp reglur um rútur og skólabíla. Bíða róleg aðeins frá þeim stað sem bíllinn stoppar á og ganga svo í rólegheitum inn en ryðjast ekki. Spenna bílbeltið jafnvel þótt ferðin sé stutt.
Barn á ekki að nota bílbelti eingöngu fyrr en það er orðið 36 kg eða 10 til 12 ára.
Í könnun VÍS kom í ljós að eingöngu 20% forráðamanna vissi hvenær ætti að nota eingöngu bílbelti.

Með því að merkja eigur barnanna er líklegra að endurheimta þær ef þær týnast.
Ef eigum barns er stolið á skólatíma eða í ferð á vegum skólans þá eru þær tryggðar ef viðkomandi er með fjölskyldutryggingu.
Öðru máli gegnir ef barn er á íþróttaæfingum eftir skóla. Þá er gerð krafa um að eigur séu í læstum skáp til að þær séu bættar.

Með endurskini sést viðkomandi allt að fimm sinnum fyrr en ella. Merkin má fá víða og er notagildi þeirra ótvírætt.
Þrátt fyrir það var eingöngu fjórðungur grunnskólabarna með þau í fyrra í könnun VÍS.

Ef barnið er með húslykil þarf að geyma hann á vísum stað og muna að læsa útidyrahurðinni á eftir sér. Ef ætla má að einhver óvelkominn sé eða hafi verið í húsinu á barnið ekki að fara inn heldur hringja í 112 úr síma sínum eða hjá nágrönnum og fá aðstoð.