Landsmót UMFÍ 50+ um næstu helgi

skrifað 21. jún 2017
Landsmót 50+ í Hveragerði

Fjölbreytt dagskrá er samhliða íþróttakeppninni á Landsmóti 50+ í Hveragerði um komandi helgi. Tónlistarviðburðir, sýningar og opnar vinnustofur um allan bæ. Enn er opið fyrir skráningar í einstaka greinar og er um að gera að kynna sér það á heimasíðu UMFÍ.

Mótssetning Landsmóts UMFÍ 50+ verður í íþróttahúsinu föstudagskvöldið 23. júní kl. 20.

Magnús Þór Sigmundsson Þar verður fjölbreytt dagskrá m.a. ávörp, keppni í línudansi og danssýning. Einnig mun Kvartett Vigdísar Ásgeirsdóttur leika létt og sumarleg lög en það eru þau: Vigdís Ásgeirsdóttir (söngur), Páll Sveinsson (trommur), Ingólfur Magnússon (bassi) og Vignir Þór Stefánsson (píanó) og Magnús Þór Sigmundsson leikur á gítarinn og syngur vel þekkt lag. Stebbi Jak. og Andrí Ívars Eftir mótssetningu kl. 22 – 23 munu látúnsbarkinn Stebbi Jak. og uppistandarinn og gítarleikarinn Andri Ívars flytja öll bestu lög í heimi í Skyrgerðinni. Fjölmennum og eigum góða kvöldstund saman. Aðgangur ókeypis.

Á laugardeginum 24. júní er Jónsmessugleði Norræna félagsins og munu Arnar Gísli og Magga Stefáns flytja norræna tónlist í Lystigarðinum kl. 13:30. Í Listasafni Árnesinga mun Sönghópurinn Veirurnar undir stjórn Margrétar Stefánsdóttir, hita upp fyrir Ítalíuför með söng kl. 16 og eru allir velkomnir. Hljómsveitin PASS leikur á Hótel Örk á laugardagskvöldinu. Um kvöldið verður kvöldverður og skemmtun á Hótel Örk og mun hljómsveitin PASS leika fyrir dansi til miðnættis. Hjörtur Benediktsson verður veislustjóri. Hægt er að kaupa miða hjá mótsstjórn í grunnskólanum fimmtudag og föstudag.
Á kortinu í dagskránni eru upplýsingar um sýningar og aðra viðburði helgarinnar.

Kynnið ykkur vel dagskrána hér!

Kynnið ykkur dagskrá mótsins