Skemmtum okkur í heimabyggð í sumar

skrifað 21. maí 2015
Ylvolg Varmáin er vinsæl hjá ungu kynslóðinni á sumrin.Ylvolg Varmáin er vinsæl hjá ungu kynslóðinni á sumrin.

Hveragerðisbær kynnir afþreyingu fyrir börn og unglinga sumarið 2015. Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið fyrir börn og unglinga.

Mikil fjölbreyttni verður í námskeiðum fyrir börn og unglinga í sumar. Það eru Íþróttafélagið Hamar, Golfklúbbur Hveragerðis, Hestamannafélagið Ljúfur og fleiri menningartengdir aðilar sem hafa haft veg og vanda af þeirri afþreyingu sem er í boði fyrir unga fólkið.

Nú í sumar verður íþrótta- og ævintýranámskeið, tónlistar-, skák-, dans- og útivistarnámskeið og mörg fleiri námskeið sem kynna þær íþróttagreinar sem stundaðar eru hjá íþróttafélaginu Hamri. Listasafn Árnesinga verður með kvikmynda- og myndlistanámskeið og mun Bókasafnið vera með sumarlestur og fleiri viðburði fyrir börnin. Ég hvet alla áhugasama að kynna sér vel hvað er í boði og vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi. Bæklingur verður borinn í hús bæjarbúa í næstu viku og í dreifbýli Ölfuss.

Sjá hnappa til vinstri á heimasíðu bæjarins merkta sumarnámskeið 2015 og dagskrá 17. júní (sjá einnig hlekki hér neðar).

Fyrirhugað er að vera með sérstaka dagskrá 19. og 20. júní í Hveragerði, tileinkaða konum og um leið að fagna 100 ára kosningarétti kvenna á Íslandi. Dagskrá verður kynnt síðar.

Samvera fjölskyldunnar er mikilvæg og er upplagt að nýta sér þær góðu gönguleiðir sem eru í og við bæinn. Góð sundferð er hressandi fyrir líkama og sál og um leið ódýr valkostur fyrir fjölskylduna. Wibit þrautabrautin verður reglulega uppi í sumar og er hún fyrir allan aldur.

Fylgist vel með heimasíðu bæjarins http://www.hveragerdi.is/ en þar má finna upplýsingar um alla afþreyingu í bænum okkar.

Jóhanna M. Hjartardóttir menningar- og frístundafulltrúi

Njótum útivistar í fallegu umhverfiÞað er upplagt að fjölskyldan fari saman í sund í sumarSamvera fjölskyldunnar er mikilvæg og er gott að fara í göngutúr í fallegu umhverfi.