Sumarnámskeið og vinnuskóli

skrifað 21. maí 2012
byrjar 06. jún 2012
 
Það er mikið fjör í kofasmíðinniÞað er mikið fjör í kofasmíðinni

Vinnuskóli/Götuleikhús fyrir 14 - 16 ára

Tímabil: 6. júní - 31. júlí.

Vinnuskólinn býður öllum börnum og ungmennum á aldrinum fædd 1996, 1997, 1998 með lögheimili í Hvergerði vinnu í sumar.

Áhersla verður á ánægjulegt starfsumhverfi þar sem gefst kostur á starfskynningu, sjálfstyrkingu og fjölbreytni í vinnutilhögun. Umsóknareyðublöð hafa verið afhent í grunnskólanum.

Laun til ungmenna: f. 1998 - 409 kr/klst. f. 1997 - 495 kr/klst. f. 1996 - 585 kr/klst.

Yfirmaður Vinnuskólans er Guðrún Rósa Hólmarsdóttir s. 660 3915


Íþrótta- og ævintýranámskeið fyrir 6 – 12 ára.

Tímabil: Námskeiðið er frá kl. 08:00 – 16:30 alla virka daga. Hægt að vera hálfan daginn. Boðið upp á gæslu frá kl 8 – 9 og 12 – 13.

 • Hópur 1: 6. - 19. júní.
 • Hópur 2: 20. jún – 3. júlí.
 • Hópur 3: 4. – 17. júlí.
 • Hópur 4: 18. – 31. júlí.

Verð: Kr. 8000, fyrir ½ dag kr 4500. Systkinaafsláttur 20 %.

Markmiðið er að kynnast fjölbreyttri útiveru og heyfingu. Farið er í stuttar fjallgöngur, göngu- og hjólaferðir, sund, ýmsa leiki og margt fleira skemmtilegt.

Nánari upplýsingar og skráning hjá Anítu Arad. s. 659 1824 og Anítu Tryggvad. s. 865 7652.


Skólagarðar og kofasmíði (fyrir 6 - 11 ára)

Tímabil: frá 6. júní

 • Hópur 1 mánudaga og miðvikudaga frá kl. 9 – 12.
 • Hópur 2 þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 9 – 12.
 • Föstudagar eru fjördagar, þá eru allir saman.

Verð: Kr. 4000

Markmiðið er að kynnast grænmetisræktun og umhirðu. Haldin verður uppskeruhátíð í lok sumars. Samhliða skólagörðum verður kofasmíði.

Nánari upplýsingar og skráning: Sigurrós s. 848 1508 og Sigurdís s. 692 1378 .


Knattspyrnuæfingar

Knattspyrnudeild Hamars er með æfingar á Hamarsvelli í sumar fyrir börn f. 2006 og eldri. Upplýsingar má finna á heimasíðu Hamars http://hamarsport.is/knattspyrna/yngriflokkar/

 • 7. flokkur – útiæfingar hefjast 11. júní Æfingar verða á mánud., miðvikud. og fimmtud. Kl. 13-14

 • 6. flokkur – útiæfingar hefjast 11. júní Æfingar verða á mánud., þriðjud., miðvikud. og fimmtud. Kl. 14-15

 • Þjálfari 6. og 7. flokks er Daði Steinn Arnarsson s. 690 1706

 • 4. og 5. flokkur Æfingar eru á mánud., þriðjud., miðvikud. og fimmtud. Kl. 17:30

 • 3. flokkur Æfingar eru á mánud., þriðjud., miðvikud. og fimmtud. Kl. 18:30.
 • Þjálfari 3., 4. og 5. flokks er Ólafur Gíslason s.

Yfirþjálfari yngri flokka er Ólafur Jósepsson s. 821 4583 olafur@hveragerdi.is


Reiðnámskeið

Tímabil: Haldin verða þrjú 5 daga námskeið. Fyrsta byrjar 4. júní.  Kennt er frá kl. 16:30 í klst í senn

 • Námskeiðshaldari Æskulýðsdeild Ljúfs
 • Aldur 5 ára og eldri

Verð: Miðast við fjölda þátttakenda

Skráning og upplýsingar í síma 862-4062 eftir klukkan 16 á daginn. Skráningu lýkur 2. júní


Sundnámskeið - Sunddeild Hamars

Tímabil:11. júní til 26. júní, kennt verður eftir hádegi. 27. júní – 12. júlí verður kennt fyrir hádegi.

Krakkar fædd 2008 og eldri eru velkominn á námskeiðið. 

 • Námskeiðin verða alls 12 skipti 
 • Námskeiðsgjald 9500 kr.
 • Greiðist í fyrsta tíma.

Leitast verður við að raða krökkunum niður eftir getu og aldri. Krakkar á skólaaldri velkomin, það er pláss fyrir alla. Upplagt til að skerpa sundtæknina.

Kennslu annast Magnús Tryggvason Íþróttafræðingur.

Skráning hjá Magnúsi 898-3067


Gæsluvöllur fyrir 3 – 5 ára

Tímabil: frá 18. júní - 14. ágúst.

Gæsluvöllur verður starfræktur í húsnæði Skólasels Grunnskólans í Hveragerði við Fljótsmörk.

Á gæsluvellinum er gæsla fyrir börn fædd 2005 – 2009 frá kl. 13:00 - 16:30.

Verð: Daggjaldið er kr. 300

Umsjónarmenn: Sigurrós s. 848 1508 og Sigurdís s. 692 1378 .


Úti er ævintýri - sjálfstyrkinganámskeið fyrir 10-13 ára.

Tímabil: 11. júní - 17.júní.

 • Hópur 1: 08:30-12:00
 • Hópur 2: 12:30-16:00

17.júní: Uppskeruhátíð við hátíðarhöldin í Hveragerði.

Verð: Kr. 12.500.-

Markmiðið er að efla sjálfsöryggi og samskiptahæfni. Sjálfstyrkingin byggir á leiklist, tónlist, forvörnum, fræðslu, tjáningu, framkomu, hópavinnu o.fl. Leitast er við að veita nemendum yfirsýn yfir fjölbreytta þætti í lífi sínu, ásamt því að aðstoða þau við að finna áhugamál við sitt hæfi. Létt hressing innifalin.

Skráning og upplýsingar: Halldóra Rut, 8687144, aevintyriokkar@gmail.com


Fimleikanámskeið - Fimleikadeild Hamars

Boðið verður uppá 4 námskeið:

 • 4.-13. Júní . (2003-1996). Þjálfari: María Hassing (Aðstoð: Aníta Þorgerður) Æfingartími er frá 17:00-19:30 og kostar námskeiðið 4000 kr.
 • 4.-13. Júní. (2006-2004). Þjálfari: Elísa Björk. Æfingartími er 17:00-18:30 og kostar námskeiðið 3000 kr.
 • 18.-27.júní. (2003-1996). Þjálfari: Aníta Þorgerður (Aðstoð: Elísa Björk) Æfingartími er frá 17:00-19:30 og kostar námskeiðið 4000 kr.
 • 2.-11.júlí (2003-1996) – Útinámskeið. Þjálfari: Aníta Þorgerður. Æfingartími er frá 17:00-18:00 og kostar námskeiðið 2500 kr.

Hverju námskeiði lýkur með skemmtilegheitum sem koma á óvart.

Skráning verður á Vorsýningu fimleikadeildarinnar, þann 29. maí kl: 18:00 eða á mariahassing5@gmail.com


Golfleikjanámskeið í Gufudal

Golfklúbbur Hveragerðis býður upp á golfleikjanámskeið í sumar. Námskeiðið fer fram á golfvelli klúbbsins í Gufudal.

Tímabil 11. júní til 15. júní kl. 9 –12.

Á lokadegi hvers námskeiðs verður haldið golfmót á Arkarvellinum sem lýkur með verðlaunaafhendingu og grillveislu.

Markmið Á námskeiðunum verður farið í undirstöðuatriði golfíþróttarinnar og allskyns golfleiki þar sem skemmtun og fróðleikur fara saman. Námskeið er hugsað fyrir nemendur af yngsta- og miðstigi grunnskóla (6-12 ára).

Leiðbeinandi verður Páll Sveinsson.

Námskeiðisgjald kr. 5.000, verð fyrir systkyni kr. 3000.

Nesti og búnaður: Æskilegt er að nemendur hafi meðferðis nesti, öll hreinlætis- og nestisaðstaða er í golfskála GHG. Þátttakendur þurfa að hafa hlífarfatnað tiltækan, golfklúbburinn getur útvegað golfkylfur og golfbolta.

Staðsetning: Golfvöllur GHG í Gufudal ofan Hveragerðis og golfvöllur Hótels Arkar. Skráning fer fram hjá Páli í síma 822 9987 og á pallsv@hveragerdi.is


Golfæfingar GHG

Golfklúbbur Hveragerðis stendur fyrir golfæfingum fyrir börn og unglinga í allt sumar á Golfvellinum í Gufudal. Æfingarnar eru þrjá morgna í viku frá kl. 10:00-11:30 og einnig fyrir unglinga tvo seinniparta kl. 17:00-18:30. Nánari upplýsingar um æfingatíma og æfingagjöld má finna á heimasíðu klúbbsins http://www.ghg.is


Ljósmyndanámskeið - Listasafn Árnesinga

Kennari: Sigurður Guðmundsson

Tími: 18. -22. júní kl. 13-16
Aldur: 8-12 ára

Börnin kynnast sögu ljósmyndunar og gömlu handverki tengda henni, handverki sem leggur grunninn að ljósmyndun samtímans. Þau búa til sína eigin myndavél úr pappakassa, límbandi og álþynnum. Á hana taka þau myndir (á filmu) og framkalla í myrkraherbergi. Markmið námskeiðsins er að börnin öðlist skilning á tæknilegum og félagslegum þáttum ljósmyndunar sem hvetur þau til frekari athugunar á sviðinu, bæði sér til fróðleiks og skemmtunar.

Farið verður í vettvangsferðir og sýning safnsins einnig skoðuð. Verkin verða síðan sett upp á sýninu í vinnustofunni sem opin verður yfir hátíðina Blóm í bæ. Ath. að börnin séu í fatnaði við hæfi eða komi með vinnuföt.

Verð: 6.000 allt efni innifalið
Hámarks þátttökufjöldi: 10 börn

Skráning á netfangið: myndin@listasafnarnesinga.is eða í síma 483 1727 á opnunartíma safnsins kl. 12-18
hámark 10 börn á hvort námskeið.


Hjólreiðanámskeið

Námskeiðshaldari: Iceland Activities.

 • Hópur 1 8 -11ára
 • Hópur 2 12 ára og eldri.

Tími: 19. -21. júní
Verð: 5.000 kr. lágmarksfjöldi í skráningu 8 manns.

Námskeiðslýsing:

 • 1. dagurinn, hefst kl. 16:00 – ca. 2-3 tímar.Hefst með stuttri kynningu á námskeiðinu og tilgangi þess. Farið er yfir hjólin hjá krökkunum og þeim kennt það helsta sem þarf að vera í lagi á hjólunum og hvernig á að hugsa um þau. Eftir það förum við út og hjólum í skemmtilegri og léttri hjólabraut sem við verðum búin að gera og kennum krökkunum hvernig á að beita hjólinu í mismunandi aðstæðum.
 • 2. dagurinn, hefst kl. 16:00 – ca. 2-3 tímar, Förum í skemmtilegan hjólatúr og hjólum á skemmtilegum stígum og kennum krökkunum áfram að beita hjólunum. Í lok dags höldum við keppni í skemmtilegri og krefjandi braut.
 • 3. dagurinn, hefst kl. 10:00, allur dagurinn, þá förum við upp á heiði með hjólin og förum í fjallahjólaferð niður Hengildalsána og í sund eftir hjólatúrinn.

Allir fá viðurkenningarskjal að loknu námskeiði

Nánari upplýsingar og skráning: info@icelandactivities.is sími: 777-6263


Söngnámskeið fyrir 13 – 20 ára.

Tímabil: 22. - 24. júní.

Söngvurum verður skipt í hópa eftir aldri og reynslu. Kennt verður í 5 manna hópum, 3 tíma í senn í þrjá daga.

Verð: Kr. 5.500

Markmiðið er að bæta söngtækni sína á einfaldan, skemmtilegan og auðveldan hátt. Stuðst verður við tækni sem kallast Complete Vocal Technique (CVT). Meðal þeirra sem hafa tileinkað sér þessa tækni eru Hera Björk, Birgitta Haukdal, Páll Óskar, Jóhanna Guðrún, Friðrik Ómar og margir fleiri frábærir söngvarar!

Skráning og upplýsingar: dagnysif9@gmail.com
eða í síma 868-7144.


Myndlistarnámskeið - Listasafn Árnesinga

Kennari er Margrét Zópóníasdóttir

Tími: 7.- 10. ágúst kl. 13-15
Aldur: 8 – 12 ára.

Unnið verður út frá verkum á sýningu safnsins en einnig unnið með viðfangsefni utandyra, bæði hlutlægt og huglægt. Markmið námskeiðsins er að þjálfa börnin í því að teikna og mála, skerpa eftirtekt og skoða form og litasamsetningar þeim til fróðleiks og skemmtunar. Verkin verða síðan sett upp á sýningu í vinnustofunni sem opin verður yfir bæjarhátíðina Blómstrandi bær. Ath. að börnin séu í fatnaði við hæfi eða komi með vinnuföt.

 • Verð 3.000 allt efni innifalið
 • Hámarks þátttökufjöldi 10 börn.

Skráning á netfangið myndin@listasafnarnesinga.is
eða í síma 483 1727 á opnunartíma safnsins kl. 12-18
hámark 10 börn á hvort námskeið.


Músíknámskeið

Langar þig að læra á trommur, rafmagnsgítar, bassa eða hljómborð eða læra að syngja í hljómsveit? Viltu koma fram á tónleikum á Blómstrandi dögum?

Vikuna fyrir Blómstrandi daga eða 13. – 17. ágúst verður haldið músíknámskeið í Grunnskólanum þar sem þátttakendum á mið- og unglingastigi (10-16 ára) er boðið endurgjaldslaust að kynnast undraheimum popptónlistarinnar.

Þátttakendur fá svo að spreyta sig á tónleikum Hljómlistarfélags Hveragerðis á Blómstrandi dögum.

Námskeiðsgjald kr. 2000. Námskeiðið fer fram í húsnæði skólans kl. 15:30 – 18:00.

Umsjón er í höndum Páls Sveinssonar á netfangið pallsv@hveragerdi.is eða í síma 822-9987.

Ekki er tekið við skráningum fyrr en eftir 6. ágúst.