Hamarsstelpur deildarmeistarar

skrifað 21. mar 2013
Bikarinn á loft. myndina tók Sævar Logi ÓlafssonBikarinn á loft. myndina tók Sævar Logi Ólafsson

Í gærkvöldi tryggðu stelpurnar í körfunni sér deildarmeistaratitil 1. deildar þegar þær sigruðu Stjörnuna 79 - 56.

Hamar hefur haft yfirburði í deildinni í allan vetur og aðeins tapað einum leik. Deildarmeistaratitillinn dugir þó ekki til þess að komast upp í efstu deild því að liðið mætir Stjörnunni í einvígi um sæti í Domino‘s-deildinni.

Íris Ásgeirsdóttir var stigahæst hjá Hamri í kvöld með 22 stig, Marín Laufey Davíðsdóttir skoraði 16, Álfhildur Þorsteinsdóttir 14, Jenný Harðardóttir og Regína Ösp Guðmundsdóttir skoruðu báðar 9 stig, Katrín Eik Össurardóttir skoraði 8 stig auk þess sem hún tók 12 fráköst og Dagný Lísa Davíðsdóttir skoraði 1 stig.

Úrslitaeinvígið hefst strax eftir páska en Hamar þarf tvo sigra gegn Stjörnunni til að komast upp um deild.

Við óskum stelpunum til hamingju.

Stelpurnar ásamt þjálfara sínum Hallgrími Brynjólfssyni