Íbúafundur um skipulag athafnasvæðis

skrifað 21. jan 2015
byrjar 26. jan 2015
 
Aðal- og deiliskipulag athafnasvæðis sunnan SuðurlandsvegarAðal- og deiliskipulag athafnasvæðis sunnan Suðurlandsvegar

Fundur um skipulagsmál verður haldinn í Grunnskólanum í Hveragerði mánudaginn 26. janúar nk. kl. 19:30.
Svæðið sem verður til umfjöllunar er um 7,5 ha að flatarmáli og liggur sunnan Suðurlandsvegar, austan Þorlákshafnarvegar. Um er að ræða reit „A9” í aðalskipulagi Hveragerðis 2005-2017.

Á fundinum verður kynnt lýsing á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðis 2005-2017 og lýsing á nýju deiliskipulagi athafnasvæðis.

Skipulags- og byggingarfulltrúi