Vasaljósadagur í Undralandi

skrifað 21. jan 2013
Undraland vasaljós útiUndraland vasaljós úti

Föstudaginn 18. janúar var vasaljósadagur í Leikskólanum Undralandi. Þá voru ljósin höfð slökkt og notast við birtu af vasaljósum sem börnin komu með í leikskólann. Eldsnemma drifu börnin sig með ljósin út í myrkrið og fóru sumir hópar í vettvangsferð í listigarðinn og aðrir léku á lóðinni. Dagurinn var vel heppnaður og allir skemmtu sér vel. Á meðfylgjandi myndum má sjá hóp af börnum á leið í göngu og annan hóp við morgunverðarborðið.

Næsta föstudag, 25. janúar, verður haldið upp á bóndadag með árlegum bóndadagsmorgunverði fyrir feður, afa og bræður og svo verður þorrablót fyrir börn og starfsfólk í hádeginu.

http://undraland.hveragerdi.is

Undraland vasaljósadagur