Myndlistarsýning Helgu Haraldsdóttur í Bókasafninu opnar 2. september

skrifað 31. ágú 2011
Föstudaginn 2. september kl. 18 opnar Helga Haraldsdóttir myndlistarsýningu "við sprunguna" í Bókasafninu í Hveragerði. Boðið verður upp á hressingu og gott spjall og eru allir velkomnir. Þetta er fimmta einkasýning Helgu. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga á vegum Myndlistarfélags Árnessýslu en hún hefur starfað með félaginu frá því hún flutti til Hveragerðis árið 1991. Sýningin, sem er sölusýning, stendur til 30. september og er opin um leið og safnið, virka daga kl. 13-19 og laugardaga kl. 11-14.