Félagakynning í Grunnskólanum

skrifað 31. ágú 2011

Fimmtudaginn 1. september kl. 16:30-19:00 verður haldin íþrótta- og tómstundakynning í Grunnskólanum. Þar munu fulltrúar frá flestum íþrótta- og tómstundagreinum í Hveragerði kynna starf sitt og taka á móti skráningu. Má þar nefna: Fimleika, fótbolta, badminton, sund, körfubolta, kirkjustarfið, hjálparsveitina, listasafnið, Taewondo frá Selfossi og fleiri. Viljum við sérstaklega hvetja nemendur á elsta stigi til að mæta þar sem Hjálparsveitin mun kynna vetrarstarf sitt ásamt öðrum íþróttagreinum sem taka alltaf á móti nýjum iðkendum á öllum aldri. Vonumst til að sjá sem flesta, nemendur og foreldra. Stjórn foreldrafélagsins