Myndlist, ljóð og ljúfir tónar á bókasafninu

skrifað 10. ágú 2011
Föstudaginn 12. ágúst kl. 18:00, við opnun myndlistarsýningar Sæunnar Freydísar Grímsdóttur í Bókasafninu í Hveragerði, mun Sæunn Freydís lesa eigin ljóð og spjalla við gesti um myndirnar sínar. Einnig mun Hörður Friðþjófsson leika ljúfa tónlist á gítar. Við bjóðum gesti Blómstrandi daga velkomna á notalega samverustund í bókasafninu. Boðið verður upp á hressingu.