Málverkasýning í garðyrkjustöð Ingibjargar

skrifað 10. ágú 2011

Á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum verður listsýning í Garðyrkjustöð Ingibjargar. Málverkasýning Bjargar Júlíönu Árnadóttur verður alla dagana og á laugardeginum verður kynning og sala á handverki og heilsuvörum. Ingibjörg býður gestum upp á kaffi og kleinur frá kl 15.