Blómlegur bókamarkaður opnar fimmtudaginn 11. ágúst

skrifað 10. ágú 2011
Fimmtudaginn 11. ágúst kl. 13:00 opnar hinn árlegi bókamarkaður í Bókasafninu í Hveragerði, líklega sá stærsti sem við höfum haldið. Þar verður á boðstólum fjöldinn allur af góðum bókum á frábæru verði. Einnig afskrifuð tímarit og fleira. Bókamarkaðurinn er opinn alla helgina um leið og safnið, fimmtudag og föstudag kl. 13-19, laugardag kl. 11-17 og sunnudag kl. 13-17. Hluti af markaðnum mun svo standa uppi eitthvað fram í september.

Komið og athugið hvort þið getið ekki nælt ykkur í eitthvað skemmtilegt.