Myndlistarnámskeið fyrir börn

skrifað 04. júl 2011

Listasafn Árnesinga. Myndlistarnámskeið fyrir börn - Örfá pláss eru laus á myndlistarnámskeið sumarsins fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Kennari er Margrét Zópóníasdóttir. Unnið er með núverandi sýningu bæði hlutlægt og huglægt, teiknað og málað, eftirtekt þjálfuð, form og litasamsetningar skoðuð. Bæði námskeiðin eru byggð upp á sama hátt en unnið með mismunandi viðfangsefni. Allt efni er innfalið. Börnin þurfa að vera klædd við hæfi eða koma með vinnuföt. Námskeið I. 5. og 6. júlí kl. 13 - 15 - ath. aðeins 2ja daga námskeið Verð: 1.800 kr. Námskeið II. 9., 10. og 11. ágúst Verð: 2.500 kr. Skráning á netfangið: listasafn@listasafnarnesinga.is eða í síma 483 1727 á opnunartíma safnsins kl. 12-18 hámark 10 börn á hvort námskeið