Skógræktarkvöld

skrifað 10. jún 2011
Þriðjudaginn 14. júní næstkomandi kl. 20 verður útplöntunarkvöld hjá Skógræktarfélagi Hveragerðis. Ætlunin er að planta út trjám og snyrta til í brekkunni fyrir ofan svæðið þar sem Ullarþvottastöðin stóð áður við Dynskóga. Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að koma á staðinn og leggja hönd á plóginn. Félagsmenn eru sérstaklega hvattir til að mæta en allir Hvergerðingar sem áhuga hafa eru velkomnir.

Skógræktarsvæðið okkar mun verða í sviðsljósinu á sýningunni Blóm í bæ að þessu sinni þar sem 2011 er ár skógarins og Skógræktarfélag Íslands mun verða öflugur þátttakandi á sýningunni. Það er því mikilvægt að hafa svæðið sem snyrtilegast og aðkomuna sem besta fyrir gesti.


Fyrir hönd Skógræktarfélags Hveragerðis
Eyþór H. Ólafsson formaður
s. 8257101