Sýningin "Myndin af Þingvöllum"

skrifað 09. jún 2011
Einar Garibaldi ræðir við gesti
um sýninguna MYNDIN AF ÞINGVÖLLUM
laugardaginn 11. júní kl. 14:00
í Listasafni Árnesinga í Hveragerði.
Enginn staður á Íslandi hefur verið jafn vinsæl fyrirmynd íslenskra listamanna og Þingvellir. Í Listasafni Árnesinga má nú líta tilraun til þess að veita yfirsýn á þær fjölbreyttu birtingarmyndir sem Þingvellir hafa í íslenskri myndlist sem og hönnun, kortagerð, ljósmyndun, ferðabókum og fjölmiðlun samtímans. Sýningarstjóri er myndlistarmaðurinn Einar Garibaldi Eiríksson, en hann hefur sett saman sýningu úr verkum meira en 50 listamanna, sem fengin eru að láni bæði frá einstaklingum og helstu listasöfnum þjóðarinnar.

Listasafn Árnesinga býður alla velkomna þar sem einn þekktasti staður sýslunnar er til skoðunar og tækifæri gefst að ræða við sýningarstjórann um sýninguna.

Meiri upplýsingar á [www.listasafnarnesinga.is][1] [1]: http://www.listasafnarnesinga.is/