Vinnuskólinn byrjar mánudaginn 6. júní

skrifað 31. maí 2011
Vinnuskólinn er vinnustaður fyrir unglinga f. 1995 - 1997. Áhersla verður á ánægjulegt starfsumhverfi þar sem gefst kostur á starfskynningu, listasmiðju og fjölbreytni í vinnutilhögun. Vinnuskólinn er oft á tíðum fyrsta launaða vinna unglinganna og því mikilvægt að vel takist til, því lengi býr að fyrstu gerð. Vinnan í skólanum er í senn uppeldi, afþreying og tekjuskapandi. Unglingunum er kennt að umgangast verkefni sín og samstarfsfólk af virðingu og hvernig á að meðhöndla verkfæri.
Markmið vinnuskólans
- að læra stundvísi
- að hafa ánægju af því að skila góðu verki
- að læra að umgangast bæinn okkar af virðingu
- að auka færni í samskiptum
- að læra vinnubrögð og meðferð verkfæra
- að fegra og snyrta umhverfi okkar
Vinnutími
Nemendur vinna frá 6. júní til 27. júlí
kl. 9:30 - 12:00 og 13:00 - 15:30 alla virka daga.

Lögð er áhersla á að nemendur klæði sig eftir veðri í viðeigandi fatnað.

Mæting fyrsta vinnudaginn er mánudaginn 6. júní kl. 9:20 við Mjólkurbúshús við hliðina á íþróttahúsi.