Laust starf á Undralandi

skrifað 27. maí 2011
Leikskólinn Undraland Breiðumörk 27 Hveragerði, auglýsir eftir leikskólakennara í 100% stöðu.

Leikskólinn er þriggja deilda með 52 börnum frá 18 mánaða aldri. Unnið er eftir uppeldisstefnu John Dewey þar sem áherslan er á uppgötvun barnsins og virkni. Einkunnarorð Undralands eru leikur, umhyggja og öryggi.

Hæfniskröfur í ofangreinda stöðu:
-Færni í mannlegum samskiptum, metnaður og frumkvæði.

Upplýsingar veitir Sesselja Ólafsdóttir leikskólastjóri í síma: 483 4234, undraland@hveragerdi.is.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Hvergerðisbæjar, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði fyrir 1. júní 2011.
Umsóknareyðublöð eru á vef Hveragerðisbæjar; www.hveragerdi.is