Fótboltahátíð á Grýluvelli.

skrifað 24. maí 2011
Laugardaginn 28. maí kl. 12:30 verður fótboltahátíð á Grýluvelli.

Landsliðsmenn, landsliðskonur og landsliðsþjálfarar frá KSÍ eru að heimsækja öll félög landsins og gefa öllum iðkendum 16 ára og yngri nýjan og vandaðan DVD disk sem nefnist Tækniskóli KSÍ.

Tækniskóli KSÍ DVD diskurinn er gefinn út í 20.000 eintökum og er færður öllum börnum og unglingum að gjöf sem æfa knattspyrnu og eru 16 ára og yngri. Markmiðið með disknum er að efla knatttækni komandi knattspyrnukynslóðar, hvetja til aukaæfinga, jákvæðrar hreyfingar og vekja athygli á heilbrigðum fyrirmyndum í A-landsliði karla og kvenna og í U-21 árs landsliði karla. Leikmenn úr landsliðunum og landsliðsþjálfarar heimsækja öll félög landsins og afhenda iðkendum diskinn beint í hendur þeirra milliliðalaust.

Að afhendingunni lokinni stefnum við að því að grilla pylsur og svo er upplagt að skella sér á leik Hamars gegn KF í 2. deild sem hefst kl. 14:00.

Sjáumst öll hress og kát í Vallarhúsinu við Grýluvöll kl. 12:30 laugardaginn 28. maí.

Bestu kveðjur, Óli Jó