Sumarstörf laus til umsóknar

skrifað 25. mar 2011
Hveragerðisbær auglýsir eftirfarandi sumarstörf laus til umsóknar:


Menningar-, íþrótta- og frístundasvið

** Vinnuskóli Hveragerðisbæjar**

Starfsmenn óskast í sumar:
- á sumarnámskeið barna
- sem flokksstjóra í vinnuskóla, á gæsluvöll, í skólagörðum og kofasmíði
- almenn garðyrkjustörf

Íþróttamannvirki
sundlaug - íþróttahús - vallarhús
Starfsmenn óskast í sumar
Hæfniskröfur:
Æskilegur aldur 18 ára og eldri.
Kröfur um kunnáttu í skyndihjálp og mikla ábyrgðartilfinningu.

Nánari upplýsingar gefur menningar- og frístundafulltrúi í síma 483-4000.


Mannvirkja- og umhverfissvið

** Áhaldahús Hveragerðisbæjar**

Starfsmenn óskast í sumar í áhaldahús bæjarins
Hæfniskröfur
Aldur 20 ára og eldri.
Vélaréttindi og bílpróf æskilegt.

Nánari upplýsingar gefur skipulags- og byggingarfulltrúi í síma 483-4000

Upplýsingamiðstöðin - Hveragarðurinn

Starfsmaður óskast í sumar.

Kröfur um sjálfstæð vinnubrögð, tungumálaþekkingu, góða kunnáttu á landinu okkar fagra og þá sérstaklega á Suðurlandi.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1.júní.
Vinsamlega sendið umsókn um menntun og fyrri störf á tourinfo@hveragerdi.is

Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar í síma 483-4601

Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á bæjarskrifstofum, Sunnumörk 2. Umsóknum skal skila eigi síðar en miðvikudaginn 10. apríl n.k.