Kynning á Prjónakistunni í prjónakaffi 7. mars

skrifað 01. mar 2011
Næsta prjónakaffi í Bókasafninu í Hveragerði verður þann 7. mars kl. 20-22. Þá koma þær Guðbjörg Þóra og Christie frá Prjónakistunni á Selfossi í heimsókn til okkar. Þær ætla að segja okkur frá því hvað þær eru að gera og kynna okkur Prjónakistuna. Þær verða með sýnishorn af því sem þær hafa verið að prjóna og hekla og loks verður hægt að fá keyptar uppskriftir af þeim ef áhugi er fyrir því.
Allir eru velkomnir í prjónakaffi með handavinnuna sína og góða skapið og við bjóðum upp á kaffi, te og djús. Einnig er velkomið að mæta bara til að hitta þær Prjónakistukonur.

Starfsfólk Bókasafnsins