Kristbjörg sýnir ljósmyndir í Bókasafninu í Hveragerði

skrifað 01. mar 2011
Ný sýning hefur nú verið sett upp í safninu. Að þessu sinni gleður Kristbjörg Erla Hreinsdóttir gesti safnsins með nokkrum ljósmyndum sem flestar eru teknar í Hveragerði.
Kristbjörg (1980), athafnaskáld, er uppalin í Hveragerði. Eftir stúdentspróf af viðskiptabraut FSU lærði hún útlitsráðgjöf en nemur nú viðskiptafræði við Háskólann í Bifröst og býr í Hveragerði. Ljósmyndun hefur lengi verið áhugamál hennar og eins og hún segir sjálf líður henni miklu betur fyrir aftan myndavélina en fyrir framan hana.
Kristbjörg varð þrítug sl. haust og í tilefni af því ákvað hún að velja nokkrar af myndum sínum til að stækka upp og bjóða gestum á ljósmyndasýningu. Myndirnar sem eru í safninu núna eru hluti af þeirri sýningu. Þær eru allar til sölu og þar sem Kristbjörg er áhugaljósmyndari býður hún þær á kostakjörum, 5.900 kr. stykkið.
Sýningin er opin um leið og safnið, virka daga kl. 13-19 og laugardaga kl. 11-14, og stendur til 9. Apríl.