Sýningarlok í Listasafni Árnesinga

skrifað 24. feb 2011
Birgir Andrésson í máli og myndum
síðasta sýningardag Þjóðlegrar fagurfræði
sunnudaginn 27. febrúar kl. 15

Þröstur Helgason og Guðmundur Oddur Magnússon eða Goddur öðru nafni, munu fjalla um Birgi Andrésson(1955-2007), list hans og feril á sýningunni Þjóðleg fagurfræði næst komandi sunnudag, 21. febrúar kl. 15. Það er jafnframt síðasti sýningardagur sýningarinnar í Listasafni Árnesinga. Þröstur er höfundur bókarinnar Birgir Andrésson - Í íslenskum litum og Goddur er prófessor við Listaháskóla Ísland. Eins og þeim og viðfangsefninu er lagið má búast við fróðlegu og fjörugu erindi í máli og myndum en á sýningunni eru einnig verk eftir Birgi fyrirferðamikil. Á sýningunni er reynt að skoða hvernig þjóðleg fagurfræði birtist í verkum 12 listamann tvennra tíma. Höfundar annarra verka á sýningunni eru Ásgrímur Jónsson, Gísli Jónsson, Jóhannes Kjarval, Halldór Einarsson, Kristinn Pétursson, Bjarni H. Þórarinsson, Guðjón Ketilsson, Hulda Hákon, Daníel Þ Magnússon, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og Ólöf Nordal. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni [www.listasafnarnesinga.is][1] Aðgangur er ókeypis. Í safninu er notaleg kaffistofa með leskró þar sem hægt er að skoða ýmis rit um myndlist. Einnig er þar leikkró með skapandi kubbum fyrir börn á ýmsum aldri. Safnið er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 12-18. [1]: http://www.listasafnarnesinga.is/