Breyttur opnunartími á bókasafninu

skrifað 15. feb 2011

Bókasafnið er ekki lengur opið á þriðjudagskvöldum þar sem færri og færri hafa nýtt sér þann tíma. Safnið hefur verið opið á laugardögum s.l. tvö ár og sífellt fleiri nota laugardagana til að heimsækja safnið. Við teljum að laugardagarnir komi að einhverju leyti í stað kvöldopnunarinnar og því ættu flestir að geta komist í safnið á þeim tíma sem safnið verður nú opið, þ.e. kl. 13-19 mánudaga til föstudaga og kl. 11-14 á laugardögum. Eftir sem áður verða ýmsir viðburðir á kvöldin eftir því sem þurfa þykir og verða þá auglýstir sérstaklega. Fram á vorið bjóðum við börn og fjölskyldur sérstaklega velkomin á þriðjudögum kl. 16:30-18 en þá munu spil og töfl liggja frammi og einnig verða lesnar sögur eða myndir sýndar á skjánum okkar. Verið öll velkomin í bókasafnið. Starfsfólk Bókasafnsins í Hveragerði.