Laus staða við leikskólann Óskaland

skrifað 14. feb 2011
Leikskólinn Óskaland, Finnmörk 1, Hveragerði auglýsir eftir leikskólakennara í 100 % stöðu nú þegar.

Umsækjandi þarf að vera hæfileikaríkur í samskiptum, vera skipulagður og jákvæður og tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni í leikskólalífinu.
Umsóknarfrestur er til 18.febrúar og skal umsóknum skilað á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar Sunnumörk 2.
Upplýsingar veitir Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri í síma 4834139 eða í netpósti á netfangið: oskaland@hveragerdi.is