Atvinnulífsfundur í Hveragerði
skrifað 31. jan 2011
Atvinnuþróunarfélag Suðurlands í samvinnu við bæjarstjórn Hveragerðisbæjar mun standa fyrir kynningarfundi á stoðkerfi atvinnulífsins á Suðurlandi. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 2. febrúar 2011 í Hoflandssetrinu, Breiðumörk 2 kl. 15 - 17.
Eftirtaldir aðilar kynna starfsemi sína:
• Atvinnuþróunarfélag Suðurlands
• Vaxtasamningur Suðurlands
• Háskólafélag Suðurlands
• Menningarráð Suðurlands
• Markaðsstofa Suðurlands
Að auki kynna fulltrúar frá Feng ehf og Heilsustofnun NLFÍ starfsemi fyrirtækjanna.
Gefinn verður kostur á spurningum og umræðum.
Rekstraraðilar, bæjarstjórnarfólk, einstaklingar með hugmyndir og að sjálfsögðu allir áhugasamir íbúar sveitarfélaganna eru hvattir til að mæta og kynna sér starfsemi stoðkerfisins á Suðurlandi.
fleiri fréttir
-
23. apr 2018Góð heimsókn á bæjarskrifstofu
-
20. apr 2018Umhverfisverðlaunin til nemenda 7. bekkjar
-
17. apr 2018Auka græn tunna ókeypis út árið ef þarf
-
17. apr 2018Sumri fagnað í blómabænum
-
27. mar 2018Suðurlandsmeistarar í skák
-
26. mar 2018Páskar í Hveragerði
-
20. mar 2018Handverk og hugvit með tryggt húsnæði
-
14. mar 2018Smásögur Kiefer og Freydísar verðlaunaðar
-
07. mar 2018Nýjar og endurbættar stefnur samþykktar
-
20. feb 2018Bungubrekka skal húsið heita