Atvinnulífsfundur í Hveragerði

skrifað 31. jan 2011


Atvinnuþróunarfélag Suðurlands í samvinnu við bæjarstjórn Hveragerðisbæjar mun standa fyrir kynningarfundi á stoðkerfi atvinnulífsins á Suðurlandi. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 2. febrúar 2011 í Hoflandssetrinu, Breiðumörk 2 kl. 15 - 17.


Eftirtaldir aðilar kynna starfsemi sína:
• Atvinnuþróunarfélag Suðurlands
• Vaxtasamningur Suðurlands
• Háskólafélag Suðurlands
• Menningarráð Suðurlands
• Markaðsstofa Suðurlands

Að auki kynna fulltrúar frá Feng ehf og Heilsustofnun NLFÍ starfsemi fyrirtækjanna.

Gefinn verður kostur á spurningum og umræðum.

Rekstraraðilar, bæjarstjórnarfólk, einstaklingar með hugmyndir og að sjálfsögðu allir áhugasamir íbúar sveitarfélaganna eru hvattir til að mæta og kynna sér starfsemi stoðkerfisins á Suðurlandi.