Laus störf við íþróttamannvirki bæjarins

skrifað 19. jan 2011
Hveragerðisbær óskar eftir að ráða starfsmenn
við íþróttamannvirki bæjarins.

Störfin eru vaktavinna sem felur m.a. í sér umsjón og eftirlit á íþróttamannvirkjum og búningsklefum kvenna, ræstingu og öðru því sem mannvirkinu tilheyrir. **Hæfniskröfur:** Starfsmaður þarf að hafa áhuga og skilning á íþróttum og æskulýðsstarfi, vera þjónustulipur með góða framkomu og hafa gaman að starfa með börnum. Góð sundkunnátta er æskileg, hæfnispróf sundstaða, skyndihjálparnámskeið og hreint sakavottorð. Umsóknum skal skila til skrifstofu Hveragerðisbæjar á eyðublöðum sem þar fást fyrir 1. febrúar næstkomandi. Nánari upplýsingar hjá menningar- og frístundafulltrúa í s. 483-4000.