Söfnun og endurvinnsla jólatrjáa

skrifað 05. jan 2011

Mánudaginn 10. janúar munu fulltrúar frá körfuknattleiksdeild Hamars fara um bæinn og safna saman jólatrjám og flytja að gámastöðinni. Jólatrén verða kurluð og nýtast síðan í (moltu), göngustíga og beð. Þannig fær gamla jólatréð nýtt hlutverk við að næra og hlúa að nýju lífi á sumri komanda. Komið jólatrjánum út fyrir garð þannig að verði auðveldara að safna þeim saman.