Þrettándagleði á Fossflöt

skrifað 04. jan 2011

Kátt er á Fossflöt á þrettándanum Jólin verða kvödd á þrettándanum með blysför frá kirkjunni kl. 18:00 og gengið í fylkingu að Fossflöt. Félagasamtök í bænum verða virkir þátttakendur í gleðinni ásamt bæjarbúum. Álfar, tröll og jólasveinar syngja og bregða á leik. Allir eru hvattir til að koma í búningum til að skapa sanna þrettánda stemmningu. Flugeldasýning í umsjón HSSH.