Íþróttamenn ársins 2010

skrifað 23. des 2010

Íþróttamenn Hveragerðisbæjar árið 2010 verða valdir við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 30. desember kl. 17 í Listasafni Árnesinga. Venju samkvæmt fá tilnefndir aðilar sérstaka viðurkenningu en að lokum eru valin úr hópnum íþróttamaður og kona Hveragerðisbæjar. Jafnframt hljóta viðurkenningu allir þeir sem náð hafa Íslandsmeistaratitlum eða sambærilegum árangri á árinu. Allir eru hjartanlega velkomnir á athöfnina en boðið verður uppá veitingar að henni lokinni. Það ermenningar-, íþrótta- og frístundanefnd sem hefur veg og vanda af hátíðinni.