Ljósmyndasýning Önnu Heiðu Kvist í Eden

skrifað 10. des 2010

Á morgun, laugardaginn 11. desember, opnar ljósmyndasýningin Frost og funi. Það er alþýðumyndlistakonan Anna Heiða Kvist sem sýnir ljósmyndir sínar en hún hefur valið þessa leið vegna sérstöðu íslenskrar menningararfleiðar. Í sýningarskrá segir:* *

Frost og funi
Hinu mestu áhrifavaldar í íslenskri náttúru, í sýningunni er reynt að sýna hvernig þetta spilar saman ásamt ljósi og skugga. Hin leynda perla sem er svo dýrmæt fyrir íslensku þjóðina.

Opnun sýningarinnar verður á milli kl. 14:00 og 17:00 og stendur hún yfir til 2. janúar 2011.