Hólmfríður Magnúsdóttir atvinnuknattspyrnukona heimsækir knattspyrnustúlkur í Hamri

skrifað 08. des 2010
Fimmtudaginn 9. desember n.k. mun Hólmfríður Magnúsdóttir atvinnuknattspyrnukona frá Bandaríkjunum heimsækja knattspyrnustúlkur í Hamri. Heimsóknin hefst kl. 17:00 með því að Hólmfríður spjallar við þær um sinn feril og kl. 18:00 mun hún stjórna æfingu með Höllu Karen þjálfara stúlknanna í íþróttahúsinu.
Ég hvet allar stúlkur sem áhuga hafa á knattspyrnu og foreldra að koma og fylgjast með áhugaverðri heimsókn.

Bestu kveðjur, Ólafur Jósefsson