Hveragerðisbær auglýsir laust starf félagsráðgjafa.

skrifað 02. des 2010
Í Hveragerði búa rúmlega 2300 íbúar og hefur sveitarfélagið verið í örum vexti undanfarin ár. Hveragerði býður upp á kyrrð og náttúrufegurð en möguleikar til fjölbreyttrar útivistar eru óvíða meiri. Í Hveragerði er blómlegt íþrótta- og tómstundastarf fyrir alla aldurshópa auk þess sem bærinn státar af öflugu skólastarfi. Öll þjónusta er eins og best verður á kosið og stutt að sækja höfuðborgarsvæðið heim. Bæjaryfirvöld hafa sett sér metnaðarfulla stefnu um uppbyggingu fjölskylduvæns ferðamanna- og heilsubæjar.

Hveragerðisbær auglýsir laust starf félagsráðgjafa. Um er að ræða 70% stöðugildi.

Helstu verkefni og ábyrgð:
Verkefnin eru fyrst og fremst á sviði barnaverndar og félagslegrar ráðgjafar.
Félagsráðgjafi veitir einstaklingum og fjölskyldum félagslega ráðgjöf, svo sem vegna félagslegrar aðstæðna, veikinda og vímuefnamála. Hann/hún tekur á móti barnaverndartilkynningum, kannar hagi og aðstæður barna gerir meðferðaráætlanir og fylgir þeim eftir. Hann/hún tekur þátt í þverfaglegu starfi með samstarfsstofnunum svo sem leik- og grunnskóla, heilsugæslu o.fl.
Hæfniskröfur:
Starfsréttindi í félagsráðgjöf
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Lipurð í mannlegum samskiptum
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Þekking og reynsla af starfi á sviði velferðarþjónustu æskileg

Launakjör eru skv. kjarasamningi Félagsráðgjafafélags Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar veitir María Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri, í síma 483-4000 og á netfangi maria@hveragerdi.is

Umsóknir ásamt ferilsskrá skulu berast á bæjarskrifstofur Hveragerðis, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði, fyrir 5. janúar 2011. Umsækjandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst.