Arkitektar eða listamenn framtíðarinnar?

skrifað 19. okt 2010
Ljósmyndasýningu Guðmundar Erlingssonar í Bókasafninu í Hveragerði er nú lokið, en aðsókn að henni var einstaklega góð.
Nú hafa verið settar upp myndir frá nemendum í 3. og 4. bekk Grunnskólans í Hveragerði. Þar má m.a. líta æfingar í þrívíddarteikningu og litablöndun ásamt litskrúðugum myndum með frjálsri aðferð. Það er líflegt að sjá þessar myndir á veggjunum, en þar sem sýningartíminn er stuttur er um að gera að drífa sig að koma og skoða. Myndirnar munu hanga uppi fram að safnahelgi sem hefst 5. nóvember. Safnið er opið virka daga kl. 13-19, þriðjudaga til kl 21 og laugardaga kl. 11-14.