Ritverk og úrklippusafn Bjargar Einarsdóttur í bókasafninu.

skrifað 18. okt 2010Björg Einarsdóttir rithöfundur spjallar um verk sín og safn af úrklippum í Bókasafninu í Hveragerði föstudaginn 22. október kl. 18:00.

Um leið verður opnuð sýning á efni úr eigu Bjargar; ritverkum hennar, ritaskrá og úrklippum sem allt er fróðlegt og forvitnilegt að skoða. Björg var virk í kvennabaráttunni hér á landi á áttunda og níunda áratugnum og gefur úrklippusafn hennar m.a. innsýn í þann tíma; en einnig margt annað.

Björg hefur einkum skrifað um konur og er ritsafn hennar "Úr ævi og starfi íslenskra kvenna" I-III, sem upphaflega var safn útvarpserinda, mikill fróðleikur um formæður okkar.

Björg hefur verið búsett í Hveragerði síðastliðin þrjú ár og leggur enn stund á ritstörf. Þessi sýning í bókasafninu er haldin í tilefni af 85 ára afmæli Bjargar 25. ágúst í sumar, en um það leyti dvaldist hún erlendis.

Allir eru velkomnir til þess að njóta fróðlegrar og skemmtilegrar kvöldstundar í safninu. Chrissie Thelma Guðmundsdóttir leikur á fiðlu og boðið verður upp á hressingu