Það er margt um að vera í Eden.

skrifað 17. sep 2010
Þessa dagana eru til sýnis 30 ljósrit af andlitsteikningum sem Bragi í Eden teiknaði. Bragi teiknaði mikið af sínum myndum á servéttur á meðan hann drakk kaffibollann sinn. Myndirnar eru fengnar að láni hjá þorsteini Antonssyni og verða þær til sýnis til 17.september.

Einnig er Davíð Art Sigurðsson með sýningu í matsalnum og stendur sú sýning til 3.okt.

Laugardaginn 18. september verður ball með Feðgunum og opnar húsið kl.22 Hljómsveitin spilar frá kl. 23-03.