Skyndihjálparnámskeið í Grunnskólanum

skrifað 17. sep 2010
Slysavarna og skyndihjálparnámskeið verður haldið í Grunnskólanum í Hveragerði mánudaginn 20. og þriðjudaginn 21. september frá kl. 18-21. Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur og yfirmaður Forvarnahússins verður leiðbeinandi á námskeiðinu. Námskeiðið er sérstaklega útbúið fyrir foreldra og kennir m.a. slysavarnir barna, viðbrögð við slysum, innihald sjúkrakassa, skyndihjálp og endurlífgun barna. Námskeiðið stendur tvö kvöld og endar á verklegri æfingu í endurlífgun barna. Allir fá afrit af glærum og þeir sem ljúka námskeiðinu fá skírteini. Auk þess verður í boði að kaupa ljósrit með ítarefni á 1500 kr ef áhugi er.
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á námskeiðinu á netfang foreldrafélagsins foreldraf.grunnskola.hveragerdis@gmail.com
Foreldrar, getum við hjálpað börnum okkar þegar á reynir? Með fræðslu og kunnáttu er hægt að minnka líkur á að slysin hendi. Flest slys á börnum gerast á eða við heimili okkar því er nauðsynlegt að við kunnum að bregðast rétt við.

Bestu kveðjur Stjórn foreldrafélags Grunnskólans í Hveragerði