Íþrótta- og tómstundakynningardagur frá foreldrafélaginu

skrifað 07. sep 2010

Sú nýbreytni verður tekin upp nú í haust að hafa sérstakan kynningardag fyrir íþrótta- og tómstundastarf hér í bæ.
Miðvikudaginn 8. september kl. 17-19 verða hér í Grunnskólanum fulltrúar frá flestum íþrótta- og tómstundagreinum í Hveragerði , til að kynna starf sitt og taka á móti skráningu. Má þar nefna: Fimleika, fótbolta, badminton, sunddeildina, körfubolta, kór, skátana, hestamannafélagið, golf, kirkjustarfið, hjálparsveitina, listasafnið, bókasafnið, félagsmiðstöðina og leikfélagið.

Erna Ingvarsdóttir Deildarstjóri yngsta stigs