Fótboltahátíð á Grýluvelli

skrifað 03. sep 2010
Næstkomandi laugardag 4. september kl. 12:30 verður fótboltahátíð á Grýluvelli.

Við ljúkum formlega yfirstandandi keppnistímabili yngri flokka Hamars með grillveislu sem öllum iðkendum og foreldrum þeirra er boðið í.

Rennt verður yfir hápunkta sumarsins, leikmannasamningar verða undirritaðir við efnilega leikmenn 3. flokks, nýir þjálfarar verða kynntir til sögunnar og nýrri æfingatöflu verður dreift.

Að grillveislunni lokinni verður öllum boðið frítt á hinn mikilvæga leik Hamars gegn KV í 2. deild sem hefst kl. 14:00, en með sigri fer Hamar langt með að tryggja sæti sitt í deildinni. Í hálfleik verður öllum boðið upp á Kjörís.

Sjáumst öll hress og kát í Vallarhúsinu við Grýluvöll kl. 12:30 á laugardag.

Bestu kveðjur,

Óli Jó