Laus störf hjá Hveragerðisbæ

skrifað 20. ágú 2010

**Starf:** Grunnskóli Nánari lýsing: Vantar starfsfólk í 50% ræstingarstarf við Grunnskólann í Hveragerði.Vinna eftir klukkan 15:30, tímabundið starf frá 20.08-30.09.10. Nánari upplýsingar veitir Guðjón Sigurðsson skólastjóri í síma 483-4350 eða á netfangið gudjon@hveragerdi.is **Starfshlutfall:** 50 % Fjöldi stöðugilda: 2 ___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___| **Íþróttamannvirki:** Laust er til umsóknar 100% starf við íþróttamannvirki Hveragerðisbæjar. Starfið felst aðallega í baðgæslu og umsjón í íþróttahúsi ásamt ræstingu. Viðkomandi þarf að hafa mikla ábyrgðartilfinningu, vera góður í mannlegum samskiptum og hafa ánægju af því að starfa með börnum. Umsóknafrestur er til 27. ágúst 2010. ** Allar nánari upplýsingar gefur menningar- og frístundafulltrúi í síma 483 4000 ___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___| **Leikskólinn Óskaland: óskar eftir að ráða starfskrafta í eftirtalin störf: Deildarstjóra á deild fyrir 18 mán. - 3ja ára til 1.júní 2011 Leikskólakennara og leiðbeinendur á deildir. Í Óskalandi er starfað samkvæmt aðalnámskrá og uppeldisstefnu Loris Malaguzzi frá borginni Reggio Emilia á Ítalíu. Góður starfsandi ríkir í Óskalandi og mikil áhersla lögð á jákvæð, hlýleg og gefandi samskipti. Til greina kemur að ráða starfskrafta með aðra menntun en leikskólakennaramenntun og/eða reynslu af störfum með börnum. Umsóknarfrestur er til 27.ágúst 2010. Upplýsingar veitir Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri í síma 4834139. Bæjarstjórinn í Hveragerði