Hallfríður Ólafsdóttir segir frá Maxímús Músíkús í Bókasafninu í Hveragerði

skrifað 10. ágú 2010

***|* Hallfríður, sem er mikill bókaormur, veit allt um Maxímús því hún er höfundur bókanna um hann ásamt Þórarni Má Baldurssyni sem teiknar myndirnar. Bæði eru þau hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þau hlutu Barnabókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkurborgar fyrir bækurnar í fyrra en þær heita Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina og Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann. Þær kynna börnunum sígilda tónlist og hin ýmsu hljóðfæri og eru bráðskemmtilegar. Hallfríður dvelur nú í listamannahúsinu Varmahlíð og vinnur að gerð þriðju bókarinnar. Hún verður í bókasafninu föstudaginn 13. ágúst kl. 15 og spjallar um Maxímús og leikur dálítið á flauturnar sínar en hún er 1. flautuleikari í Sinfóníuhljómsveitinni og leikur á allskonar flautur. **Sumarlestrarbörn eru sérstaklega velkomin.** *|\* **|