Sýningin ÁR: málverkið á tímum straumvatna

skrifað 23. júl 2010

Sunnudaginn 25. júlí kl. 15 verður sýningin
ÁR: málverkið á tímum straumvatna
Sigtryggur Bjarni Baldvinsson ▪ Þorvaldur Skúlason

** *|*

opnuð í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Árnesinga og Listasafns Háskóla Íslands, en í þess eigu er langstærsta safn landsins af verkum eftir Þorvald Skúlason, rúmlega 200 málverk og yfir þúsund teikningar og skissur frá öllum tímabilum ferils hans. Safnstjóri Listasafns Háskóla Íslands er Auður A. Ólafsdóttir listfræðingur og er hún jafnframt sýningarstjóri sýningarinnar. Hún hefur valið að láta verk hans eiga stefnumót við samtímalistina, við verk Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar og kallar það í sýningarskrá "hinn óvænta fund rökhyggju og rómantíkur í miðju straumvatni."

Nánari upplýsingar á heimasíðu safnsins: www. listasafnarnesinga.is

** *|*

Tríó Páls Sveinssonar laðar fram ljúfa jass-tóna við opnunina

Verið velkomin