Sjálfboðaliðar óskast ...

skrifað 23. jún 2010

Í kvöld og annað kvöld, miðvikudag og fimmtudag, er óskað eftir sjálfboðaliðum til að snyrta og fegra bæinn. Hittumst við innganginn í Lystigarðinn kl. 20 og fáum úthlutað verkefnum. Hópur hittist í gærkvöldi, plantaði hundruðum sumarblóma og skemmti sér konunglega. Nú er um að gera að fjölmenna og taka síðan vel til í sínum eigin garði á eftir :-)