Bjartar sumarnætur 2010

skrifað 27. maí 2010

Bjartar sumarnætur verða nú haldnar í níunda sinn helgina 5. og 6. júní n.k. Að þessu sinni eru tónleikarnir í umsjón Tónlistarfélags Hveragerðis og Ölfuss með fjárstyrkjum frá Menningarráði Suðurlands, Tónlistarsjóði og F.Í.T. með stuðningi Menntamálaráðuneytisins. Aðrir styrktaraðilar eru Hveragerðisbær, Dvalarheimilið Ás og Kjörís.
Upplýsingar og miðapantanir í Bókasafninu í Hveragerði, Sunnumörk 2, s. 483-4531.