Vegna umsókna um leikskólavistun barna á leikskóla Hveragerðisbæjar.

skrifað 25. maí 2010
Samkvæmt reglum Hveragerðisbæjar er heimilt að sækja um leikskólavist fyrir börn þegar börnin verða 12 mánaða og skal skila umsóknum í leikskólann Óskaland eða bæjarskrifstofur.
Leikskólinn Óskaland verður í sumarleyfi frá 14.júní og opnar aftur 19.júlí. Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofur á því tímabili.