Garðaskoðun Garðyrkjufélags Íslands

skrifað 18. maí 2010
Fyrirhugað er að hafa garðaskoðun á vegum Garðyrkjufélags Íslands, að venju annan sunnudag í júlí, eða sunnudaginn 11. júlí frá kl. 13-17.


Í tilefni af 125 ára afmæli félagsins, er stefnt að svolítið öðruvísi fyrirkomulagi. Gaman væri ef garðar væru opnir á sem flestum stöðum á landinu, t.d. 4-5 garðar í hverri sýslu, jafnvel fleiri. Þannig að það væri sama hvar á landinu maður væri staddur, það væri í boði að skoða nokkra garða, sem væru staðsettir t.d. innan næstu 50 kílómetra. En þetta er engan veginn framkvæmanlegt nema félagar og aðrir áhugamenn um garðyrkju opni garða sína og bjóði aðra velkomna að koma og skoða.

Garðyrkjufélag Þelamerkur, í Noregi - með einn íslenskan félaga - er væntanleg til Íslands dagana 5. til 9. ágúst.
Föstudaginn 6. ágúst langar þau að skoða garð / garða á Selfossi og í Hveragerði. (Á leið til Gullfoss og Geysis).

Þeir sem hafa áhuga á að sýna garða sína þessa daga,eru vinsamlega beðnir um að láta vita á skrifstofu Garðyrkjufélagsins, sem allra fyrst, til að hægt sé að skipuleggja þennan dag. Skemmtilegast er ef að allar útgáfur af görðum eru opnir, enda eru engir tveir garðar eins!

___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|\___|__ Garðyrkjufélag Íslands, Frakkastíg 9, 101 Reykjavík. Sími 552-7721 www.gardurinn.is