Opið í heita potta og líkamsrækt

skrifað 12. maí 2010

Laugardaginn 15. maí verður hluti af starfsemi sundlaugarinnar Laugaskarði opnuð. Viðhaldsframkvæmdir ganga samkvæmt áætlun og verður opið í heitu pottana og líkamsræktina fyrir gesti. Viðgerð á laugarkeri stendur yfir út mánuðinn en fyrirhugað er að opna sundlaugina í byrjun júní.