Kór Akraneskirkju heldur tónleika í Hveragerðiskirkju, föstudaginn 14. maí kl. 20

skrifað 10. maí 2010

Flutt verður blönduð dagskrá þar sem frábærar sálmaútsetningar Gunnars Gunnarssonar, organista Laugarneskirkju koma mikið við sögu og veraldleg tónlist af ýmsum toga fær einnig að hljóma. Á meðal laga sem flutt verða eru m.a. Tvær stjörnur eftir Megas, falleg bæn eftir KK, Bæn einstæðingisins eftir Ómar Ragnarsson og nýlegt lag eftir Gunnar við texta eftir Jónu Hrönn Bolladóttur. Af veraldlegum lögum má nefna stórskemmtilega útsetningu Elísar Davíðssonar á laginu Fröken Reykjavík, sjaldsungin perla eftir Egil Gunnarsson er einnig á dagskránni sem og nokkur karla- og kvennkórslög. Eitthvað fyrir alla sem áhuga hafa á kórtónlist. Gunnar leikur á píanó með kórnum og Tómas R. Einarsson spilar á kontrabassa. Á fiðlu leikur Kristín Sigurjónsdóttir og Sigríður Hjördís Indriðadóttir leikur á þverflautu. Einsöng með kórnum syngjur Sigursteinn Hákonarson og tvísöng syngja Ingþór Bergmann Þórhallsson og Jón Gunnar Axelsson. Stjórnandi er Sveinn Arnar Sæmundsson. Aðgangseyrir er kr. 1.500