Frestur til að leggja fram framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í Hveragerði 29. maí 2010.

skrifað 04. maí 2010

Frestur til að leggja fram framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í Hveragerði rennur út kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 8. maí 2010. Kjörstjórn tekur á móti framboðslistum þann dag milli kl. 11:00-12:00 á skrifstofu Hveragerðisbæjar að Sunnumörk 2. Hverjum framboðslista ber að fylgja listi yfir meðmælendur að lágmarki 40 og hámarki 80. Kjörstjórn Hveragerðisbæjar