Sundlaugin lokar 1. maí vegna viðgerða.

skrifað 29. apr 2010

Miklar sprunguskemmdir urðu í laugarkerinu í jarðskjálftanum 2008 og á að gera við sprungur og mála laugarkerið. Lokað verður fyrir alla starfsemi en fyrirhugað er að opna í líkamsrækt og heita potta 15. maí. Sundlaugarkerið verður lokað allan maí mánuð. Nánari framvinda verður kynnt hér á heimasíðunni.