Fyrirlestur og skyndihjálparnámskeið hjá Rauða krossinum.

skrifað 25. mar 2010
Húmor - 25. mars, kl. 17:00-18:00:
Fyrirlestur sem hefur vakið hefur mikla lukku inni á Heilsustofnuninni NLFÍ þar sem Norbert Muller fer með léttan fyrirlestur um Húmor. ALLIR VELKOMNIR.
Skyndihjálparnámskeið - 29. mars, kl. 18:00-22:00:
Sökum mikilla forfalla frestaðist skyndihjálpar­námskeiðið sem halda átti á 112 daginn. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Almennt gjald: 1000kr. Sjálfboðaliðar Rauða krossins og atvinnulausir þurfa ekki að greiða skráningargjald.
Skráning í síma: 895-1895.